Skipulagskenningar

 

– 4 ECTS –

Almennar upplýsingar um námið

Á námskeiðinu er fjallað um faggreinina skipulagsfræði og helstu kenningar hennar. Gerð er grein fyrir hugmyndafræði, skilgreiningum og hugsanakerfi í skipulagsfræði. 

Saga og þróun ráðandi hugmynda og samspil þeirra við breytingar á stjórnkerfi, félagslegum, hagrænum og umhverfislegum ástæðum eru til umfjöllunar, og hvernig sstjórnkerfi, samfélagslegur bakgrunnur og gildismat verkar á skipulagskenningar.

Einnig er fjallað um hverjir eru helstu áhrifavaldar og hagsmunahópar sem ráða ferðinni og hvaða áhrif skipulagsfræðin hafa á umhverfi okkar og á hvaða hátt, bæði alþjóðlega og í tengslum við íslenskt samfélag.

Íslensk skipulagssaga er jafnframt rakin í stórum dráttum á gagnrýninn hátt.

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í nám í Skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs.
Námskeiðið er á meistara stigi og má meta til 4 ECTS eininga.

Kennari: Astrid Lelarge brautarstjóri og aðjúnkt í skipulagsfræði við LBHÍ

Staður: Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík

Tími: Seinni haustönn (frá miðjum okt til loka nóv) – stundaskrá kynnt um leið og hún liggur fyrir

Verð: 64.000 kr.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.