Skógfræði

– Skógfræði, skógrækt og landgræðsla –

Almennar upplýsingar um námið

Á  námskeiðinu kynnast nemendur fagsviði og sögu skógræktar og landgræðslu á Íslandi, skógarsögu Íslands, gróðurfari við landnám og ástæður helstu breytinga og hverjir stunda skógrækt og landgræðslu í dag. 

Fjallað er um helstu trjátegundir í skógrækt og trjárækt á Íslandi, vaxtarhraða skóga í samanburði við skóga í Skandinavíu og hvaða skilyrði hver tegund hentar.

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og mætingarskylda í verklega kennslu. Bókleg kennsla er í fjarkennslu en mætingarskylda í verklega tíma. Í verklegri kennslu er farið í vettvangsferðir og heimsóknir til fyrirtækja og stofnana og er verkleg kennsla fyrirhuguð 6. til 7. september og síðan aftur 27. september. 

Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem þeir hafa aflað sér og vera færir um að skilgreina hvað skógfræði er og kunna skil á skógasögu Íslands og Skandinavíu. Einnig eiga nemendur að kunna skil á fjölþættum markmiðum skógræktar og landgræðslu, helstu trjátegundum til ræktunar og hvar og við hvaða skilyrði hver tegund hentar. Þá eiga nemendur að sýna færni í að geta greint til tegundar helstu skógartré Íslands og kunna skil á helstu faghugtökum tengd skógfræði og landgræðslu. 

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs.

Námskeiðið er á háskólastigi og má meta til 6 ECTS. 

Kennari: Páll Sigurðsson, doktorsnemi og kennari við LBHÍ

Lengd námskeiðs: 14 vikur

Kennslufyrirkomulag: Bókleg kennsla fer fram í fjarkennslu og engin mætingarskylda. Verkleg kennsla fer fram á vettvangi og því mætingarskylda í verklega tíma sem eru fyrirhugaðir 6. – 7. september og 27. september. 

Tími: Námskeiðið hefst 23. ágúst og er til 9.  desember. 

Hægt er að skrá sig á námskeiðið til og með 9. ágúst. 

Verð: 49.000 kr.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.