Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands hefur haldið námskeið um sveppi og sveppatínslu um árabil og hafa námskeiðin alltaf verið vel sótt, enda gaman og gefandi að fara út í náttúruna og draga björg í bú.
Námskeiðið um sveppi og sveppatínslu er fræðandi og hagnýtt eins dags námskeið og kennari er Helena Marta Stefánsdóttir skógvistfræðingur og áhugamaður um sveppi og nýtingu þeirra. Helena hefur haldið fjölda námskeiða um sveppi og sveppatínslu.
EFNISTÖK NÁMSKEIÐS:
- Fyrirlestur um og sýning á helstu ætisveppategundum sem við gætum átt von á að finna í sveppagöngu.
- Þátttakendum verður kennt að þekkja um 20 tegundir öruggra ætisveppa
- Fjallað er um útbreiðslu öruggra ætisveppa, búsvæði og önnur einkenni.
- Sagt verður frá helstu eitruðu sveppategundum sem hægt er að rugla saman við þessa öruggu ætisveppi.
- Farið verður í ólík skóglendi með kennara og aðstoðarfólki þar sem veitt er leiðsögn við greiningar á þeim sveppategundum sem finnast, á hvaða þroskastigi þær eru nýtanlegar og hvernig er best að ganga frá þeim.
- Matreiðing í eldhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Keldnaholti þar sem nokkrar mismunandi sveppategundir eru matreiddar og smakkaðar
- Sýnikennsla hvernig gott er að haga vinnslu á þeim til geymslu svo að þeir njóti sín sem best í matargerð.
FYRIR HVERJA
Öll þau sem áhuga hafa á íslenskum ætisveppum og hvernig hægt er að nálgast þá og elda með öruggum hætti.
KENNARI
Helena Marta Stefánsdóttir skógvistfræðingur og sérfræðingur hjá Landi og skógi. Til aðstoðar verður Margrét Guðbrandsdóttir sem einnig er sérfróð um sveppi.
NÁMSKEIÐ Í BOÐI
Laugardagur 30. ágúst, kl. 10-18.
KENNSLUFYRIRKOMULAG
Um er að ræða námskeið sem haldið er hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík, Árleyni 22 og í nærliggjandi skóglendi fyrir hádegi. Eftir léttan hádegisverð verður svo farið til dæmis á Hólmsheiðina og í framhaldinu í Heiðmörk.
Dagskrárdrög:
- 10:00 – 12:00 – Fyrirlestur í húsakynnum Landbúnaðarháskólans, Árleyni 22 í Keldnaholti.
- 12:00 – 12:30 – Léttur göngutúr um Keldnaholtið þar sem leitað verður að sveppum.
- 12:30 – 14:00 – Matreiðsla á sveppum, smakk og hádegismatur.
- 14:00 – 15:30 – Farið/ekið og kíkt eftir sveppum (hver á sínum bíl, hægt að safnast saman í bíla ef þátttakendur vilja).*
- 15:30 – 18:00 – Farið/ekið og kíkt eftir sveppum.*
*Upplýst verður um nánari staðsetningu síðar.
Boðið er upp á léttan hádegismat áður en haldið er út í frekari sveppatínslu.
Við minnum þátttakendur á að klæða sig eftir veðri og allir þurfa að hafa með sérstakan sveppahníf eða vasahníf til að hreinsa sveppina og körfu eða kassa undir sveppina svo það loft vel um þá (alls ekki plastpoka).
VERÐ
39.900 kr. Innifalið í verði er kennsla og handleiðsla aðstoðarmanneskju auk kaffiveitinga og hádegismatar.
Ath. aðeins 16 pláss í boði.
– Uppselt hefur verið á síðustu námskeið –
Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti.
– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið –
Skráning og nánari upplýsingar eru hér fyrir ofan.
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590