Umhverfi, skipulag og lýðheilsa

– 4 ECTS einingar á BS stigi og framhaldsstigi –

Umsókn

Umhverfi, skipulag og lýðheilsa er námskeið sem hentar öllum sem hafa áhuga á að efla sig á sviði umhverfis – og skipulagsfræða og nýtist meðal annars arkitektum, landslagsarkitektum, hönnuðum, starfsfólki á umhverfis- og skipulagssviði sveitarfélaga og öðrum sem vilja endurmennta sig á þessum sviðum og efla þekkingu sína og færni.

Á námskeiðinu kynnast nemendur margþættum áhrifum umhverfis og skipulags á heilsu og líðan. Fjallað er um undirstöðuatriði heilbrigðis og helstu áhættuþætti og sjúkdóma sem skerða mest lífslíkur og lífsgæði á Íslandi. Einstök atriði eru m.a. áhrif umhverfis og skipulags á tækifæri fólks til hreyfingar, útivistar og aðgengis að hollum mat, hreinu lofti og vatni.

Fjallað verður um samband umhverfis og félagslegra áhrifaþátta fyrir heilsu og líðan, svo og umhverfi og andlega líðan, útivistarsvæði í dreifbýli og þéttbýli, heilsugarða og notkun grænna svæða í meðferð heilsueflingu sjúklinga og áhættuhópa.

Kynntar verða hugmyndir, möguleikar og takmarkanir á innleiðingu heilbrigðismats skipulagsákvarðana og stefnu stjórnvald.

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að þekkja helstu áhrifavalda fyrir heilsu og líðan, geta fært sér í nyt þekkingu á sambandi umhverfis og heilsu, geta greint líklegar heilsufarsafleiðingar skipulagsákvarðana og komið á framfæri og skýrt fyrir almenningi og ráðamönnum, áhrif skipulagsframkvæmda á lýðheilsu.

Námskeiðið er 7 vikna langt og eru tvær staðarlotur á tímabilinu, vinnulotur sem haldnar eru hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík. Stundaskrá auglýst þegar nær dregur námskeiði.

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í BS nám í Landslagsarkitektúr og meistaranám í Skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemendur sem uppfylla öll skilyrði til próftöku gefst kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs.

Námskeiðið er á BS og meistarastigi og metið til 4 ECTS eininga. Stundaskrá og nánari upplýsingar má nálgast hér: 
UGLA – Kennsluskrá 2023-2024 > 05.81.02 UMHVERFI, SKIPULAG OG LÝÐHEILSA (lbhi.is)

Kennarar: Ása Katrín Bjarnadóttir landslagsarkitekt og umsjónarkennari námskeiðins, Dr. Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði og Anna María Bogadóttir arkitekt og menningarfræðingur  Auk þess mun fulltrúi frá Embætti landlæknis kenna á námskeiðinu og fjalla um áhrif skipulags á lýðheilsu. 

Tími: Kennsla hefst formlega 21. ágúst og lýkur formlega 6. október. Tvær vinnulotur með skyldumætingu eru haldnar hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík. 

Verð: 54.000 kr. 

– Við minnum á að hægt er að sækja um styrk frá stéttarfélögum til að sækja námskeið eða nám – 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.